Facebook. Vel afgirt. Haltu restinni af lífi þínu fyrir sjálfa/n þig.

Fáðu þér Facebook Container forritsaukann

Sæktu Firefox og fáðu þér Facebook Container forritsaukann

Facebook Container forritsaukinn er sem stendur aðeins fáanlegur fyrir Firefox vinnutölvuútgáfurnar.

Farðu á www.mozilla.org/firefox/new/ til að fá Firefox fyrir vinnutölvu.

Fáðu þér Firefox fyrir Android og iOS núna.

Afþakkaðu á þínum forsendum

Facebook getur fylgst með næstum allri vefvirkni þinni og tengt hana við Facebook auðkenni þitt. Ef þetta er of mikið fyrir þinn smekk, mun Facebook Container forritsaukinn einangra auðkenni þín í sérstökum gámaflipa, sem gerir erfiðara fyrir Facebook að fylgjast með þér á vefnum utan Facebook-vefjanna.

Setja upp og afgirða

Auðvelt er að setja upp forritsaukann og þegar hann hefur verið virkjaður, opnast Facebook í bláum flipa í hvert sinn sem þú notar þetta. Notaðu svo og njóttu Facebook eðlilega. Facebook mun enn geta sent þér auglýsingar og tillögur á vefsvæðinu sínu, en það verður mun erfiðara fyrir Facebook að nota upplýsingar um virkni þína sem Facebook hefur safnað til að senda þér auglýsingar og önnur persónumiðuð skilaboð.

Um Firefox og Mozilla

Við erum studd af Mozilla, samtökunum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og sem setja fólk fram yfir hagnað til að veita öllum meiri völd á netinu. Við bjuggum til þennan forritsauka vegna þess að við teljum að þú ættir að hafa aðgang að verkfærum, auðveldum í notkun, sem hjálpa þér að stjórna friðhelgi þinni og öryggi.

Vafraðu frjálst með Firefox strax í dag.